Það væri skrítið ef Manchester United ákveður að kaupa Declan Rice frá West Ham í sumar.
Þetta segir Dimitar Berbatov, goðsögn Man Utd, en Rice er á förum frá West Ham í sumar, að öllum líkindum.
Chelsea, Arsenal, Man Utd sem og fleiri lið eru orðuð við Rice sem er einn öflugasti varnarsinnaði miðjumaður Englands.
,,Þetta snýst allt um hvað stjórinn vill og hvernig hann horfir á sitt lið. Declan og Casemiro spila sömu stöðu en aðal munurinn er að einn er 24 ára og hinn er þrítugur,“ sagði Berbatov.
,,Einn af þeim er á leiðinni niður hlíðina en hinn er ekki búinn að ná hæstu hæðum.“
,,Auðvitað verða félög á eftir Declan Rice og hann mun vilja fá loforð um spilatíma, hann sættir sig ekki við bekkjarsetu.“
,,Það væri skrítið er Manchester United kaupir Declan Rice eftir að hafa keypt Casemiro frá Real Madrid. Þú þyrftir að spila þeim á sama tíma en þá þyrftirðu að fórna sóknarsinnaðri leikmanni.“