Lið Chelsea er í vandræðum með að fá atvinnuleyfi fyrir miðjumanninn efnilega Andrey Santos.
Santos var keyptur til Chelsea í janúar en hann er 18 ára gamall og kostaði 13 milljónir punda.
Samkvæmt blaðamanninum Lucas Pedrosa er Chelsea hins vegar ekki með leikmanninn í sínumn röðum ennþá og er í basli með að fá atvinnuleyfi.
Santos getur því ekki leikið fyrir Chelsea á næstunni og eru líkur á að hann verði ekkert til taks á þessu tímabili.
Félög í Tyrklandi og í Brasilíu hafa sýnt því áhuga að fá leikmanninn lánaðan sem er til boða.
Santos kom til Chelsea frá Vasco í Brasilíu en líkur eru á að hann verði lánaður til Palmeiras í sama landi frekar en Besiktas í Tyrklandi.