Arsenal vann gríðarlega mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Aston Villa.
Arsenal lenti tvisvar undir í leiknum en Ollie Watkins kom heimamönnum yfir áður en Bukayo Saka jafnaði metin.
Philippe Coutinho kom Villa aftur yfir fyrir lok fyrri hálfleiks en í þeim seinni jafnaði Oleksandr Zinchenko metin fyrir Arsenal.
Arsenal skoraði svo tvö mörk í uppbótartíma en það fyrra var sjálfsmark frá markmanninum Emliano Martinez.
Miðjumaðurinn Jorginho átti skot í tréverkið sem fór síðan í Martinez og endaði í netinu.
Gabriel Martinelli kláraði svo leikinn fyrir Arsenal á lokasekúndunum en hann skoraði í autt mark eftir að Martinez hafði mætt í vítateig Arsenal eftir hornspyrnu í von um að jafna leikinn.
Athygli vekur að Martinelli var byrjaður að fagna marki sínu áður en hann skoraði eins og má sjá hér fyrir neðan.
Gabriel Martinelli celebrated before he even scored his goal 😂 pic.twitter.com/0oj5sz7gBJ
— ESPN FC (@ESPNFC) February 18, 2023