ÍA 0 – 2 Valur
0-1 Sigurður Egill Lárusson(’28)
0-2 Kristinn Freyr Sigurðsson(víti, ’90)
Valur vann lið ÍA í Lengjubikarnum í dag og hafði betur með tveimur mörkum gegn engu.
Sigurður Egill Lárusson skoraði fyrra mark Vals í fyrri hálfleik og það seinna gerði Kristinn Freyr Sigurðsson í þeim seinni.
Aron Jóhannsson, einn besti leikmaður landsins, fékk að líta rautt spjald er 71 mínúta var komin á klukkuna.
Aron er á mála hjá Val og fékk tvö gul spjöld og verður ekki með í næsta leik gegn Vestra.