Cristiano Ronaldo, leikmaður Al-Nassr og einn besti leikmaður sögunnar, er ekki fyrir það að elda heima hjá sér.
Þetta segir kærasta leikmannsins, Goergina Rodriguez, en þau hafa verið saman í dágóðan tíma.
Ronaldo er yfirleitt upptekinn á æfingum og hefur lítinn tíma en hann gerði garðinn frægan með liðum eins og Manchester United, Real Madrid og Juventus.
Samkvæmt Georgina þá forðast Ronaldo eldhúsið en hrósar honum á sama tíma fyrir föðurhlutverkið.
Sögusagnir hafa lengi verið á kreiki um eldamennsku Ronaldo en hann lætur aðra sjá um það og í raun skiljanlega.
,,Cristiano er ofurpabbi og besti eiginmaður sem ég gæti ímyndað mér en hann getur ekki eldað,“ sagði Georgina.
,,Eftir erfiðan dag á æfingum á hann skilið að fá tilbúinn og heitan rétt. Við erum með okkar matreiðslumann en stundum elda ég sjálf.“