Ísland 0 – 0 Wales
Íslenska kvennalandsliðið spilaði við Wales í kvöld en um var að ræða leik í æfingamótinu Pinata Cup.
Það var ekki boðið upp á mikla skemmtun að þessu sinni en leiknum lauk með markalausu jafntefli.
Ísland var fyrir leik talið mun sigurstranglegra en við sitjum í 16. sæti heimslistans á meðan Wales er í 32. sæti.
Æfiingamótið fer fram á Spáni en Ísland byrjaði á sigri gegn Skotlandi en tekur jafntefli úr sínum öðrum leik.