Wanda Nara er nafn sem margir knattspyrnuaðdáendur kannast við en hún var lengi í sambandi með Mauro Icardi.
Icardi er ansi umdeildur leikmaður en hann spilar í dag í Tyrklandi en á að baki leiki fyrir lið eins og Paris Saint-Germain og Inter Milan.
Wanda var lengi eiginkona og umboðskona Icardi en þau eru nú hætt saman og eru dugleg að vekja athygli á samskiptamiðlum.
Wanda vakti gríðarlega athygli með nýjustu myndum sínum og segist nú vera tilbúin að finna ástina á nýjan leik.
Útlit er fyrir að samband þeirra sé alveg lokið og er Wanda nú að leita að nýrri ást og segir það með myndunum hér fyrir neðan.