Newcastle er af veðbönkum talið sigurstranglegra fyrir leik gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Það er langt síðan það gerðist síðast en Newcastle tekur á móti Liverpool á heimavelli sínum, St. James’ Park.
Heimamenn eru fyrir leikinn með 41 stig úr 22 leikjum en Liverpool með aðeins 32 úr 21 leik og hefur tapað þremur af síðustu fimm deildarleikjum sínum.
Hér má sjá byrjunarlið kvöldsins.
Newcastle: Pope, Trippier, Schar, Botman, Burn, Longstaff, Joelinton, Anderson, Almiron, Isak, Saint-Maximin.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Bajcetic, Henderson, Salah, Nunez, Gakpo.