Enzo Fernandez, leikmaður Chelsea, var gagnrýndur á miðvikudag eftir 1-0 tap gegn Borussia Dortmund.
Chelsea tapaði fyrri leik sínum í Meistaradeildinni 1-0 þar sem Karim Adeyemi skoraði eina mark þeirra þýsku.
TNT Sport ákvað að skjóta létt á Fernandez eftir leikinn en hann var einn á einn gegn sóknarmanninum og réð ekki við hraða hans.
Adeyemi er gríðarlega snöggur og átti Fernandez í erfiðleikum en sá síðarnefndi er ekki þekktur fyrir hraða sinn.
,,Hringið á Uber bíl! Enzo Fernandea er enn að leita að Adeyemi,“ stóð í færslu TNT Sport á Instagram.
Silva tók alls ekki vel í þessi ummæli og kom liðsfélaga sínum til varnar en eyddi svo færslunni.
,,Þessi helvítis vanvirðing, huh!! Þið þurfi að sinna starfi ykkar af meiri fagmennsku.“
Adeyemi Chelsea Goal-Deserve it pic.twitter.com/ioP516xvDe
— RB Salzburg Türkiye (@RBSalzburgTr) February 16, 2023