Það eru líkur á því að Thomas Tuchel verði ráðinn aftur til starfa hjá Paris Saint-Germain.
Frá þessu greinir RMC Sport en Tuchel ku vera með stuðning margra meðlima í stjórn franska stórliðsins.
Christophe Galtier tók við PSG í sumar en hann er undir pressu eftir erfitt gengi undanfarið og á liðið í hættu á að falla úr leik í Meistaradeildinni.
PSG tapaði fyrri leik sínum við Bayern Munchen 1-0 á heimavelli og er ekki í frábærum málum fyrir seinni leikinn.
Tuchel var rekinn frá PSG árið 2020 en tók í kjölfarið við Chelsea og vann Meistaradeildina þar en fékk sparkið í september.