Jose Mourinho grætti eitt sinn Mohamed Salah eftir slæman leik í búningi Chelsea. John Obi Mikel, fyrrum leikmaður félagsins, segir frá þessu í viðtali.
Salah gekk í raðir Chelsea frá Basel í janúar 2014. Hann átti erfitt uppdráttar á fyrsta tímabili sínu og var svo lánaður út næstu tvö, áður en hann yfirgaf félagið endanlega.
„Salah var að eiga slæman leik og svo kom Mourinho og urðaði yfir hann, svakalega,“ segir Mikel.
Mourinho tók Salah út af í hálfleik í umræddum leik. „Hann var grátandi. Mourinho hleypti honum ekki einu sinni aftur inn á völlinn.
Það hefði verið svo auðvelt fyrir hann að taka hann út af og segja: Þú ert ekki að spila vel, sestu niður. En hann urðaði yfir hann og tók hann út af.“
Salah varð, eins og allir vita, einn besti leikmaður heims seinna meir og raðaði inn mörkum fyrir Liverpool.
Þegar Mikel var spurður hvort hann hefði getað séð það fyrir var svarið einfalt: „Nei.“