Todd Boehly eigandi Chelsea hefur eytt yfir 600 milljónum punda frá því hann fékk lyklana að félaginu síðastliðið vor.
Hann er þó ekki hættur. Í gær bárust óvæntar fréttir af því að hann hafi flogið til Parísar og átt í viðræðum um Neymar, stjörnu Paris Saint-Germain.
Ljóst er að Neymar myndi kosta sitt en hann er að verða 31 árs gamall. Samningur hans við PSG rennur út 2025.
Brasilíumaðurinn hefur skorað 117 mörk í 172 leikjum fyrir Parísarliðið frá því félagið gerði hann að dýrasta leikmanni heims þegar hann kom frá Barcelona 2017.
Enska götublaðið The Sun setti saman þrjú möguleg byrjunarlið Chelsea ef Neymar kemur næsta sumar.
Í liðunum er einnig tekið inn í myndina að Christopher Nkunku er á leið til Chelsea næsta sumar. Þá gæti það farið svo að Joao Felix, sem er á láni frá Atletico Madrid, verði keyptur endanlega í sumar.
Hér að neðan má sjá liðin.