Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal og Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, lentu í smá átökum sín á milli í stórleik liðanna í gær.
Um afar mikilvægan leik var að ræða. City vann 1-3 og fór þar með upp fyrir Arsenal og á topp deildarinnar með betri markatölu. Skytturnar eiga þó leik til góða.
Mönnum var heitt í hamsi við tilefnið, eins og sjá mátti þegar Arteta ýtti boltanum aðeins til hliðar þegar De Bruyne ætlaði að sækja hann í leiknum.
Belginn var allt annað en sáttur með þetta og lét Arteta heyra.
Arteta var áður aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá City og er því um gamla félaga að ræða.
Atvikið má sjá hér að neðan.
Partidazo entre Arsenal y City.
Fight Arteta vs De Bruyne. #PremierLeague
— Miquel Pellicer (@mik1977) February 15, 2023