Stuðningsmaður Bayern Munchen komst í hann krappan á leik liðsins við Paris Saint-Germain á þriðjudag.
Hann þóttist vera stuðningsmaður PSG og sat með hörðustu stuðningsmönnum liðsins í stúkuni.
Svo fór hann hins vegar úr peysunni sinni og undir var treyja Bayern Munchen.
Þetta fór alls ekki vel í gallharða stuðningsmenn PSG og segir stuðningsmaðurinn að yfir 40 manns hafi ráðist á sig. Treyja hans hafi þá verið rifin. Öryggisverðir hjálpuðu honum burt.
Stuðningsmaðurinn viðurkennir að þetta hafi verið mistök hjá sér og segist ekki ætla gera neitt þessu líkt aftur.
Þess má geta að Bayern Munchen vann leikinn 0-1. Kingsley Coman skoraði markið. Um fyrri leik liðanna var að ræða en sá síðari fer fram í Munchen eftir tæpar þrjár vikur.
Hér að neðan má sjá myndband af þessu sem stuðningsmaðurinn sem um ræðir birti.
A Bayern Munich fan was caught by 40 PSG ultras last night… 😳
📽️ Chabioo/TikTok pic.twitter.com/OVA3N7I6X5
— SPORTbible (@sportbible) February 15, 2023