Enska knattspyrnusambandið hefur ákært bæði Liveprool og Everton eftir leik liðanna í ensku deildinni á mánudag.
Félögin eru ákærð vegna hegðunar leikmanna sem hópuðust saman undir lok leiksins.
Andy Robertson bakvörður liðsins átti þá í orðaskiptum við Jordan Pickford og síðar Conor Coady varnarmann Everton.
Hópur af aðilum blandaði sér svo í málið og upp úr sauð á Anfield í 2-0 sigri Liverpool.
Bæði félög hafa tíma til að svara fyrir málið en fá væntanlega ágætis sekt vegna málsins.