Breski miðillinn The Sun greinir frá því í kvöld að óþekktur maður hafi verið ekið inn fyrir hliðin á æfingasvæði Manchester United fyrr í dag og tengir það við að nú eru aðeins nokkrir dagar þar til lokað verður fyrir kauptilboð í félagið.
Manchester United var sett á sölulistann á síðasta ári og nú eru nokkrir aðilar sagði ansi áhugasamir um kaup á félaginu.
Myndir sem bárust The Sun frá æfingasvæði Manchester United í dag sýna umræddum manni vera ekið inn fyrir hliðin á Carrington æfingasvæði Manchester United í dag á Rolls Royce bifreið.
The Sun getur ekki borið kennsl á manninn sem hélt á vatnsflösku í bílnum.
Lokað verður fyrir kauptilboð í Manchester United á föstudaginn kemur.