fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Dortmund hafði betur gegn Chelsea – Benfica í góðum málum

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 21:56

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í fyrri viðureignum 16-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Borussia Dortmund bar sigurorðið gegn Chelsea og þá vann Benfica góðan sigur á Club Brugge á útivelli.

Í Þýskalandi tóku heimamenn í Borussia Dortmund á móti enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea.

Aðeins eitt mark var skorað í leiknum og það kom á 63. mínútu og var þar að verki Karim Adeyemi, leikmaður Dortmund.

Dortmund fer því með eins marks forystu inn í síðari leik liðanna sem leikinn verður á Brúnni í Lundúnum.

Gestirnir höfðu betur í Belgíu 

Í Belgíu tóku heimamenn í Club Brugge á móti portúgalska liðinu Benfica.

Það var Joao Mario, leikmaður Benfica sem kom gestunum yfir og  það með marki úr vítaspyrnu á 51. mínútu leiksins.

Þannig stóðu leikar allt þar til á 88. mínútu þegar að David Neres tvöfaldaði forystu Benfica með marki og reyndist það lokamark leiksins.

Benfica fer því með góðan sigur í farteskinu heim til Portúgal fyrir seinni leik liðanna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarliðin í Manchester slagnum – Ederson mættur í markið

Byrjunarliðin í Manchester slagnum – Ederson mættur í markið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Campbell heiðraður á Emirates – ,,Einn af okkur“

Campbell heiðraður á Emirates – ,,Einn af okkur“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Svona fékk Sævar að vita af brotthvarfi Freys – „„Þetta var smá sjokk fyrir mig“

Svona fékk Sævar að vita af brotthvarfi Freys – „„Þetta var smá sjokk fyrir mig“