Norski framherjinn Erling Braut Haaland er sá leikmaður í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester City, ásamt Aguero, sem hefur skorað flest mörk á einu tímabili í deildinni.
Haaland skoraði þriðja mark Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld og er það hans 26 mark í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, hreint út sagt mögnuð tölfræði.
Mark hans í kvöld þýðir að hann jafnar met sem var áður bara í eigu Argentínumannsins Sergio Kun Aguero sem náði þeim áfanga að skora 26 mörk á einu tímabili fyrir Manchester City tímabilið 2014/2015.
Haaland gekk til liðs við Manchester City fyrir yfirstandandi tímabil og verður áhugavert að sjá hversu mörgum mörkum hann nær að pota inn í viðbót fyrir lok tímabils.
🐐 – Most Premier League goals for Manchester City in a single season
26 – 🇳🇴Erling Haaland 🆕
26 – 🇦🇷Sergio Agüero (2014/15)#ARSMCI #EPL pic.twitter.com/kbj6HzuD2n— Gracenote Live (@GracenoteLive) February 15, 2023