Marcus Rashford var rómantískur á Valentínusardaginn í gær og skreytti heimili sitt og kærustu sinnar, Lucia Loi, hátt og lágt.
Þessi leikmaður Manchester United var búinn að setja rósir og kerti út um allt og mátti sjá Valentínusarköku einnig.
Rashford birti myndband á Instagram frá þessu en þar mátti sjá að hundur hans og Loi hikaði ekki við að trufla þau á rómantísku kvöldi.
Undir færslu Rashford setti liðsfélagi hans hjá United, Bruno Fernandes, athugasemd. „Sparaðu fæturnar,“ skrifaði Portúgalinn.
Flestir átta sig á því hvað hann á við og höfðu aðdáendur gríðarlega gaman að þessu.
Það er kannski ekki skrýtið að Fernandes vilji að enski sóknarmaðurinn spari fæturnar þegar hann getur. Rashford hefur verið hvað besti leikmaður United á leiktíðinni og skorað 15 mörk í jafnmörgum leikjum.
Sjálfur hefur Fernandes skorað 7 mörk á leiktíðinni og lagt upp 6.