fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Aðdáendur í kasti eftir svar Bruno – Sagði vini sínum að spara sig eftir rómantíska færslu á Instagram

433
Miðvikudaginn 15. febrúar 2023 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford var rómantískur á Valentínusardaginn í gær og skreytti heimili sitt og kærustu sinnar, Lucia Loi, hátt og lágt.

Þessi leikmaður Manchester United var búinn að setja rósir og kerti út um allt og mátti sjá Valentínusarköku einnig.

Rashford birti myndband á Instagram frá þessu en þar mátti sjá að hundur hans og Loi hikaði ekki við að trufla þau á rómantísku kvöldi.

Undir færslu Rashford setti liðsfélagi hans hjá United, Bruno Fernandes, athugasemd. „Sparaðu fæturnar,“ skrifaði Portúgalinn.

Flestir átta sig á því hvað hann á við og höfðu aðdáendur gríðarlega gaman að þessu.

Það er kannski ekki skrýtið að Fernandes vilji að enski sóknarmaðurinn spari fæturnar þegar hann getur. Rashford hefur verið hvað besti leikmaður United á leiktíðinni og skorað 15 mörk í jafnmörgum leikjum.

Sjálfur hefur Fernandes skorað 7 mörk á leiktíðinni og lagt upp 6.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur