Valur hefur staðfest komu Andra Rúnars Bjarnasonar til félagsins.
Greint var frá skiptunum í gær en tíðindin hafa nú verið staðfest.
Andri var án félags eftir að hann fékk samningi sínum við ÍBV rift.
Andri kom heim úr atvinnumennsku fyrir síðustu leiktíð og átti ágætis spretti með ÍBV.
Patrick Pedersen framherji Vals hefur glímt við meiðsli og er óvíst hvenær hann verður klár í slaginn á nýjan leik.
Andri Rúnar Bjarnason í Val
Andri Rúnar Bjarnason gengur til liðs við Val.Við bjóðum Anda Rúnar velkominn á Hlíðarendahttps://t.co/RNZ3OxyiCy@Fotboltinet @mblsport @VisirSport @433_is pic.twitter.com/OkhnJF5Rbv
— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) February 14, 2023
Meira
Andri Rúnar sagður ódýr kostur fyrir Val – Fær borgað ef hann spilar