FH hefur staðfest komu þeirra Eetu Mömmö og Kjartans Kára Halldórssonar til félagsins.
Kjartan Kári fór frá Gróttu í vetur og samdi við Haugesund en var ekki í plönum félagsins fyrir þessa leiktíð. Hann kemur á láni til FH.
Kjartan raðaði inn mörkum fyrir Gróttu á síðustu leiktíð og var eftirsóttur biti hér heima áður en hann fór út.
Kjartan er 19 ára gamall kantmaður sem ógnar sífellt með hraða sínum og krafti.
Hinn finnski Mömmö er tvítugur kantmaður sem kemur frá Lecce.
FH var í vandræðum á síðustu leiktíð í Bestu deildinni og bjargaði sér naumlega frá falli.