Joel og Avram Glazer skoða það hvort þeir geti keypt allt hlutaféð í Manchester United af systkinum sínum.
Edward, Darcie og Kevin Glazer eru í stjórn United en Joel og Avram hafa mest komið að rekstrinum.
United félagið er í söluferli þessa dagana en einn möguleikinn er sá að Glazer bræður kaupi systkini sín út.
Fjöldi aðila hefur viljað kaupa United en frestur til þess að leggja fram tilboð er á föstudag.
Viðræður hafa staðið við aðila í Katar en í enskum blöðum í dag kemur fram að þeir gætu keypt minnihluta í félaginu og Joel og Avram haldið áfram að stýra hlutunum.
Manchester Evening News fjallar um málið og segir það vel koma til greina að Joel og Avram fari með meirihluta í félaginu.