fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Stjarna handtekin á heimili sínu – Grunaður um að hafa beitt fyrrverandi kærustu ofbeldi

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. febrúar 2023 21:16

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt hollenskum fjölmiðlum var knattspyrnumaðurinn Mohamed Ihattaren handtekinn á heimili sínu í gær, grunaður um að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína ofbeldi.

Ihattaren átti 21 árs afmæli í gær og var handtekinn á afmælisdaginn. Lögreglan réðist inn á heimili hans, sem var hluti af rannsókn málsins.

Hollenskir fjölmiðlar halda þessu fram en lögregla á eftir að staðfesta tíðindin.

Talið er að málið tengist TikTok-stjörnunni Yasmine. Þau hafa byrjað saman og slitið sambandinu á ný nokkrum sinnum.

Ihattaren var handtekinn undir lok síðasta árs fyrir að eiga í hótunum. Það mál er þó alveg ótengt.

Hollendingurinn er á mála hjá Juventus en á enn eftir að spila fyrir félagið. Hann var keyptur frá PSV á 5 milljónir punda árið 2021 og hefur verið lánaður til Sampdoria og Ajax, án þess þó að standa sig.

Ihattaren hefur glímt við mikið þunglyndi allt frá því faðir hans lést árið 2019 og er það talið hafa gífurleg áhrif á knattspyrnuferil hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar