Það stendur mjög tæpt að Erling Haaland geti spilað gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudag.
Haaland fór meiddur af velli gegn Aston Villa í ensku deildinni í gær en hann hafði þá lagt upp eitt mark í 3-1 sigri.
Haaland fékk högg seint í fyrri hálfleik og fór af velli í hálfleik en City getur náð toppsætinu á miðvikudag með sigri.
„Ég veit það ekki, hann fékk mikið högg og leið ekki vel með það. Sjúkraþjálfarinn vildi ekki taka neinar áhyggjur,“ sagði Guardiola.
„EF hann er ekki klár þá spilar einhver annar, vonandi er hann heill heilsu eins og allir aðrir.“