fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Sjáðu ummæli Guardiola um Steven Gerrard sem mörgum finnst lágkúruleg

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 13. febrúar 2023 11:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City og Aston Villa mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær. City vann góðan og sannfærandi sigur en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir að enska úrvalsdeildin ákærði félagið.

Enska deildin ákærði City fyrir 115 brot á reglum um fjármál en ítarleg rannsókn hefur staðið yfir í fjögur ár. City heldur fram sakleysi sínu en óháð nefnd mun á næstunni fara yfir málið.

Pep Guardiola stjóri Manchester City virðist öruggur á því að félagið sé saklaust með öllu. UEFA skoðaði mál félagsins fyrir tveimur árum og dæmdi félagið brotlegt. City áfrýjaði þeim dómi og var málið fellt niður.

Guardiola ræddi málið við fréttamenn fyrir leik og fór að blanda Steven Gerrard fyrrum fyrirliði Liverpool í málið.

„Það er okkur að kenna að Steven Gerrard rann á Anfield,“ sagði Guardiola og átti þar við frægt atvik árið 2014 þegar Liverpool missti af titlinum til City.

Ekki eru allir ánægðir með þessi ummæli Guardiola og segja þau lágkúruleg en þau má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Orri Steinn hetja Sociedad

Orri Steinn hetja Sociedad
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mourinho orðaður við endurkomu til Englands

Mourinho orðaður við endurkomu til Englands
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“

Pirraður á umfjöllun fjölmiðla: ,,Ten Hag var aldrei vandamálið“
433Sport
Í gær

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning