Jordan Smylie er genginn í raðir Keflavíkur frá Blacktown City.
Smylie er 22 ára gamall framherji sem kemur frá Ástralíu. Hann skrifar undir tveggja ára samning við Keflavík.
Í vetur missti Keflavík Joey Gibbs í Stjörnuna. Hann er einnig frá Ástralíu og spilar sem framherji. Smylie leysir Gibbs því af.
Keflvíkingar höfnuðu í sjöunda sæti Bestu deildarinnar í fyrra. Liðið hefur misst töluvert af leikmönnum frá sér í vetur og vinnur í því að styrkja sig fyrir átökin í sumar.
Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Keflavíkur.