fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Heitar umræður sköpuðust í kjölfar færslu Valgerðar – „Hvernig tengist þetta eiginlega karlmennsku?“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. febrúar 2023 16:30

Fréttablaðið/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er óhætt að segja að miklar umræður hafi skapast á Twitter um helgina í kjölfar færslu sem Valgerður Árnadóttir birti.

Valgerður var ósátt með það að sonur hennar hafi átt að spila fótbolta þegar gul viðvörun var í gildi á landinu vegna veðurs. Hún lét vita af því á samfélagsmiðlinum.

„12 ára sonur minn á að keppa í fótbolta utandyra í gulri viðvörun. Ég get stundum ekki þessa íþrótt og karlmennskuna í kringum hana,“ skrifaði hún.

„Karlmennska” vegna þess að það ríkir enn sú gamla mýta að vont veður „herði þessa krakka” og það er týpisk karllæg hugmyndafræði, synir mínir hafa spilað í alveg gölnu veðri þar sem boltinn fýkur af vellinum.“

Í kjölfarið skapaðist mikil umræða undir færslunni. Einhverjir tóku undir með Valgerði en margir voru ósammála.

„Mín 11 ára keppir úti í öllu veðri, svo lengi sem hitastigið fer ekki undir -7 gráður þá er keppt úti og tengist kyni ekki neitt. Held þetta sé bara almennt í fótbolta að þá verður þú að geta keppt við ólíkar aðstæður, þar sem íslenskt veðurfar er óútreiknanlegt,“ skrifaði einn notandinn.

Annar skrifaði: „Tíu stiga hiti samt. Honum er óhætt.“

Aðrir tóku dýpra í árinni. „Hvernig tengist þetta eiginlega karlmennsku? Veit ekki betur en að konur og stelpur stundi þetta líka. Spiluðum líka á malarvöllum úti hér í den og erum flestöll ansi vel á okkur komin.“

Einhverjir bentu á að það fylgi því að stunda knattspyrnu á Íslandi að spila í slæmu veðri.

„Hefur núll með karlmennsku að gera. Þegar þau fara uppí meiststaflokk, þá munu þau spila í öllum veðrum, gott að venja þau við það. Auk þess búum við á Íslandi og það geta ekki allir leikir verið spilaðir í þessum örfáu höllum.“

„Þú veist að við búum á Íslandi, það er gul viðvörun annann hvern dag? Eiga þá bara aldrei að vera æfingar. Og ef maður vill stunda íþrótt sem maður elskar, af hverju ætti smá vindur að stoppa það? Það er enginn að láta son þinn fara út í bolta, hann vill það alveg sjálfur.“

Hér að neðan má sjá færsluna og viðbrögðin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar