fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Ekki næg framboð til varastjórnar KSÍ og fresturinn lengdur

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 13. febrúar 2023 16:00

Laugardalur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frestur til að skila inn framboðum í stjórn KSÍ fyrir 77. ársþing KSÍ rann út á miðnætti 11. febrúar.

Kjörnefnd kom saman í dag, 13. febrúar, og fór yfir framkomin framboð. Í ljósi þess að ekki barst nægjanlegur fjöldi framboða í varastjórn KSÍ hefur kjörnefnd ákveðið, með vísan til greinar 15.4 í lögum KSÍ, að framlengja framboðsfrest til varastjórnar til kl. 16:00 miðvikudaginn 15. febrúar.

Framboð til varastjórnar skulu send á þar til gerðu eyðublaði með tölvupósti til Hauks Hinrikssonar, lögfræðings á skrifstofu KSÍ (haukur@ksi.is), innan tilsetts frests. Með tilkynningu um framboð er óskað eftir stuttri ferilskrá til birtingar á heimasíðu KSÍ.

Alls bárust fjögur framboð í stjórn (fjögur sæti) og eru þau Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Helga Helgadóttir, Tinna Hrund Hlynsdóttir og Unnar Stefán Sigurðsson því sjálfkjörin. Ekkert framboð hefur borist í varastjórn (þrjú sæti).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“