Það tók Manchester United dágóðan tíma að afgreiða Leeds er liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leikurinn var ágætis skemmtun en heimamenn voru hættulegir en mistókst að koma boltanum í netið.
Það var Man Utd sem skoraði fyrsta markið og það gerði Marcus Rashford þegar níu mínútur voru eftir. Fjórum mínútum síðar skoraði ungstirnið Alejandro Garnacho annað mark til að gulltryggja sigurinn.
David De Gea markvörður Manchester United var að spila sinn 400 leik í ensku úrvalsdeildinni en hann er sakaður um skítlega hegðun eftir leik.
Gríðarlegur rígur er á milli Leeds og United og De Gea ákvað að strá salt í sár stuðningsmanna Leeds. Þegar United skoraði hljóp hann að þeim og fagnaði vel og innilega.
Stuðningsmenn Leeds voru allt annað en sáttir og fóru að öskra á spænska markvörðirinn eins og sjá má hér að neðan.
David De Gea celebrating infront of the Leeds fans 😂🤫pic.twitter.com/MDmKc5XZFI
— Pubity Sport (@PubitySportIG) February 13, 2023