fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Útskýrir hvernig var að vinna með Ronaldo – ,,Litli strákurinn sem talaði enga spænsku“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 12. febrúar 2023 20:47

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo var á meðal þeirra sem sáu vel um Martin Ödegaard er þeir voru saman hjá spænska félaginu Real Madrid.

Ödegaard gekk í raðir Real árið 2015 og varð yngsti leikmaður í sögu félagsins til að spila leik er hann tók við af Ronaldo í 7-3 sigri á Getafe árið 2016.

Ödegaard náði aldrei að festa sig í sessi hjá Real en leikur í dag fyrir Arsenal og þykir vera einn besti miðjumaður ensku deildarinnar.

Norðmaðurinn spilaði aðeins átta deildarleiki fyrir Real en fékk góð ráð frá eldri leikmönnum liðsins á þessum tíma.

,,Það eina sem ég hugsaði var hvernig þessir náungar myndu taka á móti mér, litla stráknum sem talaði enga spænsku,“ sagði Ödegaard.

,,Þeir voru allir svo vinalegir og þeir sem töluðu ensku, Toni Kroos, Luka Modric og Ronaldo sáu sérstaklega um mig í byrjun. Þeir gáfu mér ráð sem hjálpuðu mér mikið.“

,,Í fullri hreinskilni þá held ég að þeir hafi ekki haft miklar áhyggjur af því að 16 ára strákur frá Noregi myndi taka sætið af þeim í byrjunarliðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu