Wiliam Saliba, leikmaður Arsenal, átti virkilega slæman leik í gær er liðið mætti Brentford.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en Ivan Toney skoraði jöfnunarmark Brentford eftir að Leandro Trossard hafði komið Arsenal yfir.
Saliba hefur spilað mjög vel á tímabilinu en setti met í ensku deildinni á tímabilinu í leiknum.
Frakkinn tapaði 10 skalla einvígum í leiknum sem er meira en nokkur annar leikmaður á tímabilinu.
Ekki nóg með það tapaði Saliba 13 baráttum í leiknum og átti ekki eina heppnaða tæklingu.