Leeds 0 – 2 Man Utd
0-1 Marcus Rashford(’81)
0-2 Alejandro Garnacho(’85)
Það tók Manchester United dágóðan tíma að afgreiða Leeds er liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Leikurinn var ágætis skemmtun en heimamenn voru hættulegir en mistókst að koma boltanum í netið.
Það var Man Utd sem skoraði fyrsta markið og það gerði Marcus Rashford þegar níu mínútur voru eftir.
Fjórum mínútum síðar skoraði ungstirnið Alejandro Garnacho annað mark til að gulltryggja sigurinn.
Man Utd er í öðrui sæti deildarinnar eftir sigurinn og er fimm stigum á eftir toppliði Arsenal.