Andrea Pirlo hefur tjáð sig um hvernig var að vinna með stórstjörnunni Cristiano Ronaldo hjá Juventus.
Ronaldo átti tvö góð tímabil í Túrin en lék eitt af þeim undir Pirlo og skoraði 36 mörk í 44 leikjum.
Það er ekki auðvelt fyrir alla að vinna með Ronaldo sem er talinn vera einn besti fótboltamaður sögunnar.
Pirlo var frábær leikmaður á sínum tíma og hefur ekki slæma hluti að segja um Portúgalann.
,,Fyrir mig þá var mjög auðvelt að vinna með honum. Hann var góður náungi og algjör atvinnumaður,“ sagði Pirlo.
,,Hann vildi fá að spila hvern einasta leik og vildi skora í hverjum leik. Við áttum ekki í neinum útistöðum en fótboltinn breytist hratt og aldurinn líka.“