Antonio Cassano, goðsögn ítalska boltans, hefur skotið föstum skotum á Jose Mourinho, stjóra Roma.
Cassano er á því máli að Mourinho hafi aldrei verið frábær þjálfari en er með styrkleika sem hafa fleytt honum áfram á ferlinum.
Cassano segir að Mourinho sé að skemma hlutina hjá Roma en hann hefur áður náð frábærum árangri með Chelsea, Real Madrid, Porto og Inter.
,,Mourinho hefur aldrei verið frábær þjálfari, hann vissi bara hvernig átti að taka á fjölmiðlum og var frábær í máli,“ sagði Cassano.
,,Hann er mjög góður í að díla við sterka karaktera en ekki þá sem eru ekki svo góðir, það er auðvelt að vera vinur góðu leikmannana.“
,,Þetta er hvert stórslysið á fætur öðru hjá Roma, hann fær þá til að eyða peningum í Nemanja Matic og Rui Patricio og það var hans ákvörðun.“
,,Hann veit ekki hvernig á að stilla upp liði, jafnvel þó þú sért með varaliðið áttu að vinna Cremonese.„