Luis Campos, stjórnarformaður Paris Saint-Germain, hefur staðfest viðræður félagsins við Lionel Messi.
PSG er í viðræðum um að framlengja samning Messi sem verður samningslaus næsta sumar.
Það er þó ekki á dagskrá PSG að losa Argentínumanninn og eru viðræður um framlengingu í gangi.
,,Eins og staðan er þá erum við í viðræðum við Messi um að framlengja samninginn,“ sagði Campos.
,,Ég væri til í að halda honum í þessui verkefni, ég get ekki falið það. Við erum í viðræðum um að ná því markmiði.“