Wout Weghorst framherji Manchester United hefur upplifað verulega erfiða tíma á Old Trafford. Hann kom á láni í janúar.
Weghorst er á láni frá Burnley en Erik ten Hag stjóri liðsins mátti ekki kaupa framherja í janúar.
United vantaði breidd í framlínuna eftir að Cristiano Ronaldo fór í nóvember eftir deilur við þjálfarann.
Tölfærði Wout er ekki góð og hann er í tómum vandræðum með að skjóta að marki, hann á eitt mark í deildarbikarnum en hefur ekki tekist að skora í deildinni.
Gagnrýnin á Wout sem er frá Hollandi er að aukast en hér að neðan er tölfræði hans.