Fjórir lítið þekktir leikmenn Manchester United sáust á æfingu liðsins í aðdraganda leiksins við Leeds um helgina.
Þetta eru þeir Bjorn Hardley, Mateo Mejia, Noam Emeran og Sam Murray. Allir leika þeir fyrir yngri lið United.
Erik ten Hag verður án lykilmanna gegn Leeds. Casemiro er í banni og þá eru þeir Christian Eriksen, Donny van de Beek og Scott McTominay allir frá vegna meiðsla.
Ten Hag hefur því ákveðið að gefa fjórum ungstirnum tækifærið og vonast til þess að þeir geti sannað sig með aðalliðinu.
Ekki er ljóst hvort Ten Hag ætli sér að hafa einhvern leikmannanna í hópnum gegn Leeds á sunnudag eða hvort hann sé aðeins að skoða þá til framtíðar.
United gerði jafntefli við Leeds á miðvikudagskvöldið og slokknaði nær alveg í titilvonum liðsins. Liðið fær tækifæri til að ná í öll þrjú stigin á Elland Road á sunnudag.