Jude Bellingham miðjumaður Borussia Dortmund hefur lítinn áhuga á því að ganga í raðir Chelsea. Christian Falk blaðamaður í Þýskalandi fjallar um málið.
Bellingham er líklegur til þess að yfirgefa þýska félagið í sumar en þessi 19 ára miðjumaður er mjög eftirsóttur.
Falk segir að Chelsea hafi sýnt Bellingham áhuga en hann viti ekki á hvaða vegferð félagið sé eftir að Todd Boehly keypti félagið.
„Enska úrvalsdeildin er efst á óskalista Bellingham, Liverpool hefur alltaf verið efst á hans lista. En það vita allir að Liverpool er ekki að gera vel þessa stundina,“ segir Falk en Liverpool hefur átt mjög erfitt tímabil.
Hann útilokar því ekki að Bellingham taki eitt ár í viðbót hjá Dortmund.
„Það er von fyrir Dortmund ef Liverpool verður ekki í Evrópu. Það er von á því að Bellingham taki eitt ár í viðbót. Dortmund getur unnið deildina og því gæti Bellingham tekið ár og beðið eftir Liverpool.“
Manchester City og Real Madrid eru einnig í samtalinu en staða City er óviss eftir 115 ákærur frá enska sambandinu.