fbpx
Laugardagur 25.október 2025
433Sport

Bellingham vill helst Liverpool og gæti beðið í ár til að sjá hvort krísan taki endi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. febrúar 2023 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jude Bellingham miðjumaður Borussia Dortmund hefur lítinn áhuga á því að ganga í raðir Chelsea. Christian Falk blaðamaður í Þýskalandi fjallar um málið.

Bellingham er líklegur til þess að yfirgefa þýska félagið í sumar en þessi 19 ára miðjumaður er mjög eftirsóttur.

Falk segir að Chelsea hafi sýnt Bellingham áhuga en hann viti ekki á hvaða vegferð félagið sé eftir að Todd Boehly keypti félagið.

„Enska úrvalsdeildin er efst á óskalista Bellingham, Liverpool hefur alltaf verið efst á hans lista. En það vita allir að Liverpool er ekki að gera vel þessa stundina,“ segir Falk en Liverpool hefur átt mjög erfitt tímabil.

Hann útilokar því ekki að Bellingham taki eitt ár í viðbót hjá Dortmund.

„Það er von fyrir Dortmund ef Liverpool verður ekki í Evrópu. Það er von á því að Bellingham taki eitt ár í viðbót. Dortmund getur unnið deildina og því gæti Bellingham tekið ár og beðið eftir Liverpool.“

Manchester City og Real Madrid eru einnig í samtalinu en staða City er óviss eftir 115 ákærur frá enska sambandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu

Bruno ræðir rosalega tilboðið frá Sádí Arabíu opinskátt – Ræddi við konu sína sem spurði að þessu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“

Fréttamenn RÚV furða sig á fjaðrafokinu í vikunni – „Sorglegt og lélegt, þetta á ekkert að gerast“
433Sport
Í gær

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli

Gary Neville hjólar í eiganda Nottingham – Mikið hatur þeirra á milli
433Sport
Í gær

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara

Vestri ekki skorað eða fengið stig með Sigurð á flautunni í sumar – KR sótt átta stig í sumar með hann sem dómara
433Sport
Í gær

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Í gær

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi

Gjaldþrot og fall blasir við sögufrægu félagi