fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Bellingham vill helst Liverpool og gæti beðið í ár til að sjá hvort krísan taki endi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 10. febrúar 2023 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jude Bellingham miðjumaður Borussia Dortmund hefur lítinn áhuga á því að ganga í raðir Chelsea. Christian Falk blaðamaður í Þýskalandi fjallar um málið.

Bellingham er líklegur til þess að yfirgefa þýska félagið í sumar en þessi 19 ára miðjumaður er mjög eftirsóttur.

Falk segir að Chelsea hafi sýnt Bellingham áhuga en hann viti ekki á hvaða vegferð félagið sé eftir að Todd Boehly keypti félagið.

„Enska úrvalsdeildin er efst á óskalista Bellingham, Liverpool hefur alltaf verið efst á hans lista. En það vita allir að Liverpool er ekki að gera vel þessa stundina,“ segir Falk en Liverpool hefur átt mjög erfitt tímabil.

Hann útilokar því ekki að Bellingham taki eitt ár í viðbót hjá Dortmund.

„Það er von fyrir Dortmund ef Liverpool verður ekki í Evrópu. Það er von á því að Bellingham taki eitt ár í viðbót. Dortmund getur unnið deildina og því gæti Bellingham tekið ár og beðið eftir Liverpool.“

Manchester City og Real Madrid eru einnig í samtalinu en staða City er óviss eftir 115 ákærur frá enska sambandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona