Það kom upp áhugaverð og skondin umræða í hlaðvarpsþættinum Dr. Football þegar enskar hafnir sem íslensk skip hafa siglt í í gegnum tíðina bárust í tal.
Þáttastjórnandinn Hjörvar Hafliðason spurði Albert Brynjar Ingason eftirfarandi spurningar:
„Til hvaða borga á Englandi hafa íslensk skip oftast siglt? Hvert fórum við með þorskinn?“
Albert kvaðst ekki vel að sér í þessum fræðum. „Við förum til Birmingham,“ svaraði hann.
„Það verður að vera höfn,“ sagði Hjörvar þá.
Albert hafði lítinn áhuga á þessari umræðu. „Höfn? Gleymdu þessu.
Við förum til London.“
Hjörvar tjáði Alberti að svarið væri Hull og Grimsby.
„Ég er ekki mikið í þessu,“ sagði Albert þá.