Jamie Carragher sérfræðingur og fyrrum leikmaður Liverpool telur að Erik ten Hag viti hvað hann sé að gera hjá Manchester United. Hann óttast að félagið sé að koma til baka.
Eftir mögur ár er jákvæð umræða í kringum Manchester United, Erik ten Hag er á sínu fyrsta tímabili.
„Þetta virðist allt vera öðruvísi undir stjórn Erik ten Hag. Það var mikil neikvæð umræða í gangi, hjá Jose Mourinho virtist hann í stríði við stjórnina,“ segir Carragher.
„Hjá Louis van Gaal var leikstílinn þannig að stuðningsmenn keyptu það ekki. Enginn var svo á því að Ole Gunnar Solskjær væri að fara að koma me titla til United.“
„Núna virðist United vera með stjóra sem veit hvað hann er að gera, það virðist góð stemming í klefanum og það hefur vantað.“
„Það virðist eins og liðið sé að koma til baka, það er eitthvað að gerast hjá Manchester United sem við höfum ekki séð áður. Þetta veldur mér áhyggjum.“