Viktor Andri Hafþórsson er genginn í raðir Keflavíkur frá Fjölni.
Viktor Andri er 21 árs gamall og skrifar hann undir tveggja ára samning við Keflvíkinga.
Kappinn skoraði fjögur mörk í fjórtán leikjum fyrir Fjölni í Lengjudeildinni síðasta sumar.
Keflavík hafnaði í sjöunda sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð.
Nýr leikmaður – Viktor Andri Hafþórsson semur við Keflavík næstu 2 tímabil. Hjartanlega velkominn til okkar í sólina í Keflavík💙⚽️ pic.twitter.com/gu409RHEFg
— Keflavík Fc (@FcKeflavik) February 9, 2023