fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Stórlið í Svíþjóð vill kaupa Hólmbert frá Þýskalandi

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni leggur mikla áherslu á það að krækja í Hólmbert Aron Friðjónsson frá Holstein Kiel í Þýskalandi.

Sænskir miðlar segja frá en þar segir að Hólmbert sé efstur á óskalista Hamamrby fyrir komandi tímabil.

Hólmbert var á láni hjá Lilleström á síðustu leiktíð og kom að átta mörkum í átta byrjunarliðsleikjum.

Hann hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá Holstein Kiel eftir að félagið keypti hann frá Brescia í Ítalíu.

Hólmbert hefur farið víða á atvinnumannaferli sínum en hann hefur spilað í Noregi, Danmörku og Skotlandi. Þá hefur hann spilað með Fram, KR og Stjörnunni hér heima en hann er uppalinn í HK.

Hólmbert verður þrítugur síðar á þessu ári en nú gæti hann tekið skrefið í stórlið Hammarby.

Jón Guðni Fjóluson er í herbúðum Hammarby en mun ekkert spila á þessu tímabili vegna meiðsla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“

Fleiri þyrftu að hugsa eins og Óskar – „Bara ótrúlegt“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Romano færir stuðningsmönnum Arsenal frábærar fréttir – ,,Here we go!“

Romano færir stuðningsmönnum Arsenal frábærar fréttir – ,,Here we go!“