fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Leikmaður Njarðvíkur vekur mikla athygli – Vinsæll Instagram reikningur í Malasíu

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 21:30

Mynd: Njarðvík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Luqman Hakim gekk nýlega til liðs við Njarðvík á láni frá belgíska úrvalsdeildarfélaginu K.V. Kortrijk. Þetta hefur vakið athygli út fyrir landssteinanna.

Luqman er frá Malasíu, og er sóknarsinnaður leikmaður sem á alls tvo A landsleiki fyrir Malasíu, sem og ótal marga yngri landsleiki.

Hann er tvítugur og árið 2019 var hann á lista The Guardian yfir 60 efnilegustu leikmenn heims.

Luqman var keyptur til K.V. Kortrijk frá heimalandi sínu árið 2020 og hefur síðan komið við sögu í tveimur leikjum fyrir félagið í belgísku úrvalsdeildinni, þar á meðal í einum leik á þessari leiktíð.

Þar fyrir utan hefur hann spilað fyrir u21 árs og varalið félagsins.

Luqman á greinilega marga aðdáendur í Malasíu. Instagram-reikningurinn Njardvikmalaysiafan hefur nefnilega verið búinn til og vakið mikla athygli. Þar hefur til dæmis leikjadagskrá Njarðvíkur verið birt.

Reikningurinn er þegar kominn með yfir tíu þúsund fylgjendur.

Það má heimsækja reikninginn á Instagram með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona