fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Júlíus keyptur frá Víkingum til Fredrikstad

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 15:34

Júlíus í treyju Fredrikstad / Mynd: Fredrikstad

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Víkings hefur samþykkt tilboð norska 1. deildar félagsins Fredrikstad FK í Júlíus Magnússon, þetta staðfestir Víkingur Reykjavík í yfirlýsingu á heimasíðu félagsins en Júlíus skrifar undir þriggja ára samning í Noregi með möguleika á árs framlengingu.

Júlíus Magnússon er uppalinn Víkingur en fór í atvinnumennsku aðeins 16 ára gamall til hollenska félagsins Heerenveen. Hann kom aftur í Víkina árið 2018 þá 20 ára gamall og stimplaði sig strax inn sem lykil leikmann og átti stóran þátt í velgengi undanfarinna ára með liðinu.

Júlíus hefur orðið bikarmeistari þrisvar sinnum með Víkingi og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2021.

„ Í fyrra var þessi magnaði leikmaður gerður að fyrirliða og leiddi hann Víking til velgengni í evrópukeppni, til bikarmeistaratitils auk þess sem liðið varð Meistari meistaranna.

Júlíus er mikil fyrirmynd innan sem utan vallar og kveður Víkingur þennan frábæra dreng með miklum söknuði en óskar honum á sama tíma velfarnaðar á nýjum vettvangi.“

Júlíus mun spila í treyju númer 19 hjá Fredrikstad og tekur þátt í sinni fyrstu æfingu með liðinu á morgun. Þá gæti hann leikið sinn fyrsta leik fyrir félagið á laugardaginn næstkomandi þegar Fredrikstad mætir Mjöndalen.

Kveðjuviðtal sem Júlíus fór í hjá Víkingum á þessum tímamótum má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun

Hefur jafnað sig af meiðslum en er nú matareitrun
433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“
433Sport
Í gær

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram

Skoða það að semja við Antonio sem er staðráðinn í að halda áfram
433Sport
Fyrir 2 dögum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum