Glazer fjölskyldan vill selja Manchester United og viðræður um það standa nú yfir, áhugasamir aðilar hafa út næstu viku til að leggja fram formlegt tilboð.
Í upphafi hafði Glazer fjölskyldan hugsað sér að fá 6 milljarða punda fyrir félagið en það virðist of hátt verð.
Þannig segja ensk blöð í dag að líklega verði félagið selt á 4,1 til 4,5 milljarð en viðræður við aðila frá Katar fara nú fram.
Hópurinn samanstendur af mjög fjársterkum aðilum frá Katar og vilja þeir ólmir kaupa félagið.
Jim Ratcliffe hefur látið vita að hann vilji kaupa félagið og er búist við að þessi ríkasti maður Bretlands muni leggja mikið á sig til að félagið.
Glazer fjölskyldan vonast til þess að klára söluna áður en apríl gengur í garð en óvíst er hvort það gangi eftir.