U17 kvenna vann 2-1 sigur gegn Finnlandi í síðasta leik sínum á æfingamóti í Portúgal.
Sigdís Eva Bárðardóttir og Ísabella Sara Tryggvadóttir skoruðu mörk Íslands í leiknum.
Með sigrinum er ljóst að Ísland endar í fyrsta sæti mótsins, frábær frammistaða í leikjunum þremur. Íslenska liðið hafði áður unnið Slóvakíu og gert jafntefli við Portúgal.
Næsta verkefni liðsins eru tveir leikir í seinni umferð undankeppni EM 2023, en þar mætir það Albaníu og Lúxemborg. Ísland er í B deild undankeppninnar í seinni umferðinni og því ekki möguleiki á sæti í lokakeppninni.