fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Kveður kjafta­sögu dagsins í kútinn og segir hana al­gjört kjaft­æði – „100% fals­frétt“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 20:30

Hollenski blaðamaðurinn Rik Elfrink sérhæfir sig í málum PSV Eindhoven

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollenski blaða­­maðurinn Rik Elfrin­k segir það al­­gjört kjaft­æði að Ruud van Nist­el­rooy, þjálfari PSV í Hollandi og fyrrum leik­­maður Manchester United, hafi sagt að drauma fé­lags­­skipti Cody Gak­po, fyrrum leik­­manns PSV og nú­verandi leik­­manns Liver­pool, hafi verið að gerast leik­­maður Manchester United.

Fyrr í dag birtist færsla frá reikningnum UF á Twitter þar sem miðillinn sagðist vitna í Ruud van Nist­el­rooy, þjálfara PSV í Hollandi sem var sagður segja að Cody Gak­po hafi hlustað á Virgil van Dijk, mið­vörð Liver­pool frekar en ráð sín til leik­­mannsins um að ganga til liðs við Manchester United.

Gak­po gekk í raðir Liver­pool frá PSV í janúar síðast­liðnum.

Nistelrooy og Gakpo átti flott samstarf hjá PSV/ Getty

Rik Elfrin­k, blaða­­maður sem sér­­hæfir sig í mál­efnum PSV í­Hollandi, hefur nú birt færslu á Twitter þar sem hann deilir færslu UF og segir hana al­­gjört þvaður.

„100% fals­frétt. Van Nist­el­rooy ræddi aldrei um þessa stöðu opin­ber­­lega,“ skrifar Rik í færslu á Twitter.

Gak­po er 23 ára lands­liðs­­maður Hollands. Hann er upp­­alinn hjá PSV í heima­landinu og hafði brotið sér leið inn í aðal­­lið fé­lagsins þegar að kallið kom frá Liver­pool og Jur­­gen Klopp í janúar í upp­­hafi þessa árs.

Liver­pool og Manchester United eru erki­fjendur í enska boltanum og því hefði það geta komið sér ansi illa fyrir leik­manninn ef sögur, um að hann hefði fremur vilja ganga til liðs við Manchester United heldur en Liver­pool, hefðu fengið byr undir báða vængi.

Gak­po kemur inn á krefjandi tímum hjá Liver­pool, sem hefur hvorki gengið né rekið hjá á tíma­bilinu. Nú þegar hefur Gak­po spilað 6 leiki fyrir Liver­pool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Juventus leiðir kapphlaupið

Juventus leiðir kapphlaupið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Verður þú ríkari um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Verður þú ríkari um helgina?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Drátturinn í Mjólkurbikarnum – Stórleikur Stjörnunnar og Breiðabliks

Drátturinn í Mjólkurbikarnum – Stórleikur Stjörnunnar og Breiðabliks
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar

Stórtíðindi frá Þýskalandi – Kveður í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óttast það að Van Dijk vilji fara frá Liverpool – Segir augljóst að hann sé ósáttur

Óttast það að Van Dijk vilji fara frá Liverpool – Segir augljóst að hann sé ósáttur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rashford boðaður á krísufund hjá Manchester United

Rashford boðaður á krísufund hjá Manchester United