fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Endurkoma Manchester United dugði ekki til sigurs gegn stjóralausu Leeds United

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 22:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United og Leeds United skiptu með sér stigunum í leik liðanna í ensku úr­vals­deildinni í kvöld. Liðin mættust á Old Traf­ford í Manchester­borg og urðu loka­tölur þar 2-2. Heima­menn lentu tveimur mörkum undir í leiknum.

Leik­menn Leeds United voru fljótir að láta finna fyrir sér því strax á 1. mínútu leiksins skoraði Wil­fri­ed Gnonto eftir stoð­sendingu frá Pat­rick Bam­ford. Þetta reyndist eina mark fyrri hálf­leiksins.

Það var síðan á fyrstu mínútum fyrri hálf­leiksins sem for­ysta Leeds United tvö­faldaðist. Á 48. mínútu varð Rap­hael Vara­ne, varnar­maður Manchester United fyrir því ó­láni að koma boltanum í sitt eigið net og staðan því orðin 2-0 fyrir gestina frá Leeds.

Á 59. mínútu gerði Erik ten Hag, knatt­spyrnu­stjóri Manchester United tvö­falda skiptingu. Inn á komu Jadon Sancho og Facundo Pellistri og af velli fóru þeir Wout Weg­horst og Alejandro Garnacho, stuttu seinna fóru hlutirnir að gerast.

Marcus Ras­h­ford, sem farið hefur með himin­skautum á yfir­standandi tíma­bili, minnkaði muninn fyrir Manchester United með marki á 62. mínútu.

Það var síðan tæpum átta mínútum síðar sem Jadon Sancho jafnaði metin fyrir heima­menn en hann hafði komið inn sem vara­maður rétt rúmum tíu mínútum fyrir markið.

Þetta reyndist lokamark leiksins sem endaði með 2-2 jafntefli.

Manchester United er áfram í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 43 stig, tveimur stigum á eftir Manchester City sem situr í öðru sæti og sjö stigum á eftir toppliði Arsenal en bæði lið eiga leik/i til góða á Manchester United.

Leeds United er sem stendur í 16. sæti deildarinnar, einu stigi frá fallsæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur