Glöggur netverji tók eftir síma Cristiano Ronaldo á myndum sem unnusta hans Georgina birti á Instagram í dag.
Ronaldo fagnaði í vikunni 38 ára afmæli sínu og var slegið upp veislu í Sádí Arabíu þar sem fjölskyldan er nú búsett.
Myndin á síma Ronaldo hefur lengi verið á milli tannana á netverjum en í dag komust þeir að því hvað er á síma Ronaldo.
Síminn sást á mynd þar sem Georgina og Ronaldo faðmast en símarnir eru fyrir framan þau.
Myndin sem er á símanum var tekinn fyrir rúmu ári síðan þegar Georgina fagnaði 22 ára afmæli sínu í Dubai. Fjölskyldan kom þá saman og hafði gaman.
Georgina og Ronaldo búa nú í Sádí Arabíu en Ronaldo er launahæsti íþróttamaður í heimi, þar býr parið ásamt börnunum sínum.
Myndin sem er á síma Ronaldo er hér að neðan.